Innlent

Lítið vald kjörinna fulltrúa, segir bæjarstjórinn á Ísafirði

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar MYND/Stefán Karlsson

Bæjarstjórinn á Ísafirði segir greinilegt að kjörnir fulltrúar ráði ekki þegar kemur að málefnum ráðuneytanna. Flutningur launagreiðslna heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum sé bara lítið dæmi. Sú breyting hefur orðið að launagreiðslur til starfsmanna Heilbrigðisstofnunarinnar á Ísafirði og Patreksfirði fara nú beint af reikningi fyrir sunnan inná reikninga starfsmannanna. Þannig minnkar velta viðskiptabanka Heilbrigðisstofnananna um hálfan milljarð árlega auk þess sem störfum við launavinnslu fækkar.

Halldór Halldórsson bæjarstjóri segir þetta ekki stórt mál en táknrænt dæmi um það hvernig fækkar í verkefnum úti á landi þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um að fjölga opinberum störfum utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta sé hluti af miðstýringaráráttu embættismanna en lítil sem engin hagræðing sé af slíkum aðgerðum. Halldór segir að þeir þingmenn sem hann hafi rætt við hafi fullvissað hann um að af þessu yrði ekki en nú sé önnur niðurstaða komin í málið. Það sé því greinilegt að kjörnir fulltrúar ráði ekki jafn miklu og embættismennirnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×