Innlent

Ákæra hugsanlega gefin út á morgun vegna Sancy

Mynd/Vísir

Lögreglustjórinn á Eskifirði mun líklega gefa út ákæru á morgun vegna færeyska togarans Sancy sem skipverjar á Óðni færðu til hafnar á Eskifirði í fyrradag. Skipstjóri og stýrimaður togarans voru í yfirheyrslum fram á kvöld vegna málsins.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hver ákæran verður, en að öllum líkindum verður gerða krafa um veiðarfæri togarans og þess afla sem veiðst hefur innan íslenskrar lögsögu. Yfirheyrslur hófust á skipstjóra togarans í gær og héldu þær áfram í dag, auk þess sem stýrimaðurinn var einnig yfirheyrður í dag. Mennirnir voru yfirheyrði á grundvelli þeirra gagna sem lágu fyrir, en samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Eskifirði eru líklega ekki öll kurl komin til grafar enn. Þá liggur ekki enn fyrir hvenær togarinn má halda til Færeyja á ný. Æðsti maður sjávarútvegsmála í Færeyjum, Björn Kalsö, segir í viðtali við færeyska fréttavefinn Portal.fo, vonast til að málið komi ekki til með að hafa áhrif á samskipti Íslands og færeyja í sjávarútvegsmálum. Hann segir að færeyingar og íslendingar hafi átt gott samstarf hingað til sem hafi ekki hvað síst verið færeyingum til góða. Björn áréttaði að sjómönnum bæri að virða fiskveiðireglur bæði á færeyskri lögsögu sem og lögsugu annara þjóða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×