Innlent

Þyrla Trítons sótti tvo slasaða sjómenn

ÚR MYNDASAFNI Áhöfn þyrlunnar á Tríton
ÚR MYNDASAFNI Áhöfn þyrlunnar á Tríton MYND/Landhelgisgæslan

Þyrla danska varðskipsins Tríton lenti með tvo menn við Landspítalann í Fossvogi á tíunda tímanum í kvöld. Báðir höfðu slasast á hendi. Annar mannanna var um borð í færeyska togaranum Ran, um 600 sjómílur suðvestur af Reykjanesi, en að sögn Landhelgisgæslunnar missti hann framan af tveimur fingrum. Hinn maðurinn var um borð í þýska rannsóknaskipinu Maria S. Meriam, suðvestur af Hvarfi á Grænlandi, og er talið að hann hafi einnig misst framan af fingri. Kallað var eftir aðstoð áhafnar Trítons þar sem vegalengdin var of löng fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×