Innlent

Krefjast þess að Tómas Zoega fari aftur í stöðu sína tafarlaust

Stjórn Geðlæknafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi mál Tómasar Zoega yfirlæknis á geðsviði Landspítala Háskólasjúkrahúss.(LUM) Stjórnin mótmælir harðlega þeirri ákvörðun yfirstjórnar Landspítala Háskólasjúkrahúss að virða ekki dóm hæstaréttar í máli Tómasar frá 8. júní síðastliðnum, en hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að brottvikning Tómasar úr stöðu yfirlæknis hafi verið ólögmæt. Stjórnin krefst þess að yfirstjórn Landspítala Háskólasjúkrahúss fari að lögum og Tómas Zoega fari aftur í stöðu yfirlæknis á geðsviði Landspítala Háskólasjúkrahúss án skilyrða






Fleiri fréttir

Sjá meira


×