Sport

Með næst bestan árangur markvarða með yfir 100 leiki

Edwin van der Sar
Edwin van der Sar

Edwin van der Sar jafnaði í gær hollenska landsleikjametið þegar hann spilaði sinn 112. landsleik. Þar að auki hélt hann hreinu í 59. skiptið á ferlinum og það er næst besti árangur markvarðar með landsliði í sögunni, ef miðað er við markverði sem spilað hafa yfir 100 landsleiki.

Peter Shilton, sem stóð í marki Englendinga meira og minna í 20 ár, er með örlítið betra hlutfall en hollenski markvörðurinn. Shilton hélt hreinu í 52,8% leikja sinna, en Van der Sar hefur haldið hreinu í 52,7% leikja sinna. Claudio Taffarel hélt hreinu í 51,5% leikja sinna með Brasilíu á sínum tíma og ítalski markvörðurinn Dino Zoff hélt hreinu í helmingi leikjanna sem hann spilaði.

Aðrir markverðir standa þessum nokkuð að baki, en ljóst er að Van der Sar er í algjörum sérflokki þeirra markvarða sem enn eru að spila og hafa leikið yfir 100 landsleiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×