Sport

Verður Nistelrooy á bekknum gegn Portúgal?

Marco Van Basten hefur sent Ruud Van Nistelrooy einföld skilaboð fyrir næsta leik og heimtar að framherjinn spili betur
Marco Van Basten hefur sent Ruud Van Nistelrooy einföld skilaboð fyrir næsta leik og heimtar að framherjinn spili betur AFP

Marco Van Basten, landsliðsþjálfari Hollendinga, hefur látið í veðri vaka að framherjinn Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United sé búinn að missa sæti sitt í byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Portúgal í 16-liða úrslitum HM.

Nistelrooy hefur verið skipt útaf í öllum leikjum hollenska liðsins til þessa og hefur aðeins skorað eitt mark, en hann var einnig nokkuð frá sínu besta með liði United í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

"Það hefur verið nokkur umræða um framherjastöðuna hjá okkur og líkurnar á að Dirk Kuyt verði í byrjunarliðinu gegn Portúgal hafa aukist nokkuð," sagði Van Basten, en margir vilja meina að hann sé að ögra Nistelrooy til að spila betur með þessari hreinskilni sinni.

"Það er auðvitað ekki gaman fyrir Nistelrooy að vera alltaf tekinn af velli, en við höfum ekkert rætt þetta sérstaklega. Hann veit að hann á fast sæti í liðinu ef hann leikur vel og við eigum ef til vill von á meiru frá honum en hann hefur sýnt til þessa," sagði landsliðsþjálfarinn, sem sjálfur er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að markaskorun á stórmótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×