Sport

Ronaldo hleður inn metunum

Ronaldo er einn leikreyndasti knattspyrnumaðurinn í sögu HM þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur
Ronaldo er einn leikreyndasti knattspyrnumaðurinn í sögu HM þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur

Brasilíski framherjinn Ronaldo er ekki aðeins orðinn markahæsti leikmaður í sögu HM ásamt Þjóðverjanum Gerd Muller, heldur hefur hann spilað fleiri leiki í röð á HM en nokkur annar leikmaður sem tekur þátt í keppninni nú. Ronaldo var í byrjunarliði Brassa í 17. skipti í röð í leiknum við Japan í kvöld.

Sá leikmaður sem á metið yfir flesta leiki í röð í byrjunarliði í sögu keppninnar er hinsvegar ítalski varnarjaxlinn Paolo Maldini, sem spilaði 23 leiki í röð á HM frá 1990-2002 og var í byrjunarliði Ítala í þeim öllum. Diego Maradona kemur þar skammt á eftir með 21 leik í röð í byrjunarliði Argentínu á árunum 1982-1994.

Ronaldo er sem fyrr segir með langflesta leiki í röð af þeim sem eru við keppni í dag, en næstu menn á eftir honum eru þeir Fabien Barthez, markvörður Frakka og Englendingurinn Michael Owen, sem spilað hafa 12 leiki í röð í byrjunarliði. Owen bætir þó tölfræði sína ekki frekar vegna meiðslanna sem hann hlaut í leiknum við Svía á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×