Lífið

Miðnætur- og Ólympíufjölskylduhlaup á Jónsmessu

Miðnætur- og Ólympíufjölskylduhlaup á Jónsmessu er haldið í dag, föstudaginn 23.júní kl 22:00 en hlaupið verður frá Laugardalslaug. Mun Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ræsa hlaupið sem hefst og lýkur við Sundlaugarnar í Laugardal. Í dag er hægt að skrá sig í anddyri gömlu Laugardalshallarinnar frá kl 18:00 í til kl: 21:30. Allar nánari upplýsingar um hlaupið má einnig finna á heimasíðunni marathon.is

Í hlaupinu er hægt að velja um þrjár vegalengdir; 3km skemmtiskokk án tímatöku og 5 og 10 km með tímatöku.

Keppt verður í flokkunum 18 ára og yngri, 19-39 ára 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sæti karla og kvenna í 5 og 10 km í öllum aldursflokkum. Einnig verða veitt útdráttarverðlaun. Þátttökugjald er aðeins kr. 600 fyrir skemmtiskokkið og 1200 kr. fyrir 5 og 10 km.

Mikið fjör verður fyrir hlaupið en upphitun fyrir hlaupið verður í boði World Class. Eftir hlaupið er svo öllum boðið í Laugardalslaug sem opin er af þessu tilefni til 01:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×