Sport

Van Basten æfir vítaspyrnur

Van Basten býr sína menn undir vítakeppni í kvöld
Van Basten býr sína menn undir vítakeppni í kvöld

Marco Van Basten, þjálfari Hollendinga, lætur sína menn nú æfa vítaspyrnur á fullu fyrir leikinn gegn Portúgal í 16-liða úrslitunum, en honum er í fersku minni að hollenska liðið féll úr keppni í vítakeppni á HM 1998 og á Evrópumótinu árið 2000.

"Það er gríðarleg pressa á þeim mönnum sem taka vítaspyrnur í svona keppni og því verða þeir að vera undir það búnir. Tennisleikarar geta til að mynda alltaf tekið uppgjafir sínar, en þeir æfa þær samt alltaf á hverjum degi til að verða betri. Því meira sem þú æfir, því betri spyrnumaður ertu og það styrkir menn andlega og gerir þá að betri vítaskyttum," sagði Van Basten, sem segir að hollenska liðið eigi 50% vinningslíkur í leiknum við Portúgala í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×