Sport

Berum höfuðið hátt

Þjálfari Ekvador var sáttur við frammistöðu sinna manna í tapinu fyrir Englendingum í 16-liða úrslitunum á HM í dag og sagðist hafa grunað að úrslitin réðust á einu atriði eins og raun bar vitni, en aðeins vel tekin aukaspyrna enska fyrirliðans skildi liðin að í dag.

"Þetta var mjög jafn leikur og bæði lið voru þaulskipulögð. Mig grunaði að það sem réði úrslitum yrði ein aukaspyrna eða ein hornspyrna - og sú varð raunin. Mínir menn gáfu allt í leikinn fyrir þjóð sína og geta borið höfuðið hátt þrátt fyrir tap," sagði Suarez, en hans menn voru óheppnir að skora ekki í fyrri háfleik þegar skot þeirra hafnaði í slánni á enska markinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×