Innlent

Actavis sækist eftir kaupum á Pliva

Mynd/Vísir

Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva hefur ákveðið að leggja það til við eigendur, að ganga til samninga við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr, um sölu á fyrirtækinu, en íslenska lyfjafyrirtækið Actavis sóttist líka eftir kaupunum. Actavis mun hafa boðið 150 milljarða í Pliva og hefði það orðið stærsti kaupsamningur íslensks fyrirtækis til þessa, og Actavis orðið þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi. Barr mun hafa boðið 20 milljörðum króna meira í fyrirtækið en Actavis, sem þó var búið að hækka sig verulega frá fyrra tilboði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×