Björn Steinar Sólbergsson spilar í Hallgrímskirkju 27. júní 2006 15:45 Fimmtudaginn 29. júní leikur Björn Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju, á hádegistónleikum Alþjóðlegs orgelsumar í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir, sem hefjast kl. 12 og standa í hálftíma, eru skipulagðir í samvinnu við Félag íslenskra orgelleikara. Fyrsta verk Björns Steinars eru Fantasía og fúga í g-moll eftir Bach og á eftir því eru þrír sálmforleikir úr Leipzig-sálmforleikjasafni Bachs. Fantasían og fúgan eru í raun tvö sjálfstæð verk, en hafa fylgst saman frá fyrstu útgáfu. Fantasían byggir á tveimur andstæðum hugmyndum og fúgan byggir á stefi úr hollensku þjóðlagi. Það er einnig útgáfan sem tengir saman Leipzig sálmforleikina 18. Hér leikur Björn Steinar Nun dansket alle Gott, Schmücke dich, o liebe Seele og Komm, Gott, Schöpfer, Heiliger Geist. Bach samdi þessa forleiki upphaflega þegar hann bjó í Weimar (1708-17) en við ævilok sín í Leipzig endurskoðaði hann þá alla og hafa þeir síðan verið kenndir við borgina. Síðasta verk tónleikanna er Tokkata sem Jón Nordal skrifaði í minningu Páls Ísólfssonar og var frumflutt þegar núverandi orgel Dómkirkjunnar í Reykjavík var vígt árið 1985. Verkið skiptist í frjálsa kafla með hlaupandi nótum og strangari kontrapunktíska kafla með stefi sem minnir á fúgustef Páls í orgelverkinu Ostinato et fughetta. Björn Steinar Sólbergsson hefur verið organisti Akureyrarkirkju síðan 1986. Hann stundaði framhaldsnám í orgelleik á Ítalíu og í Frakklandi þar sem hann útskrifaðist með einleikarapróf í orgelleik (Prix de virtuosité) árið 1986. Björn Steinar hefur verið mjög virkur í tónlistarlífinu á Akureyri og unnið markvisst að uppbyggingu tónlistarstarfs við Akureyrarkirkju. Hann er einnig aðstoðarorganisti við Hallgrímskirkju og kennir jafnframt orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og við Tónlistarskólann á Akureyri. Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima og erlendis. Einnig hefur hann leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammerhljómsveit Akureyrar og The Cleveland Institute of Music Orchestra. Hann hefur hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og á geislaplötur, m.a. öll orgelverk Páls Ísólfssonar. Björn Steinar hlaut Menningarverðlaun DV 1999, Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2001 og var valinn bæjarlistamaður Akureyrar 2002. Lífið Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Sjá meira
Fimmtudaginn 29. júní leikur Björn Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju, á hádegistónleikum Alþjóðlegs orgelsumar í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir, sem hefjast kl. 12 og standa í hálftíma, eru skipulagðir í samvinnu við Félag íslenskra orgelleikara. Fyrsta verk Björns Steinars eru Fantasía og fúga í g-moll eftir Bach og á eftir því eru þrír sálmforleikir úr Leipzig-sálmforleikjasafni Bachs. Fantasían og fúgan eru í raun tvö sjálfstæð verk, en hafa fylgst saman frá fyrstu útgáfu. Fantasían byggir á tveimur andstæðum hugmyndum og fúgan byggir á stefi úr hollensku þjóðlagi. Það er einnig útgáfan sem tengir saman Leipzig sálmforleikina 18. Hér leikur Björn Steinar Nun dansket alle Gott, Schmücke dich, o liebe Seele og Komm, Gott, Schöpfer, Heiliger Geist. Bach samdi þessa forleiki upphaflega þegar hann bjó í Weimar (1708-17) en við ævilok sín í Leipzig endurskoðaði hann þá alla og hafa þeir síðan verið kenndir við borgina. Síðasta verk tónleikanna er Tokkata sem Jón Nordal skrifaði í minningu Páls Ísólfssonar og var frumflutt þegar núverandi orgel Dómkirkjunnar í Reykjavík var vígt árið 1985. Verkið skiptist í frjálsa kafla með hlaupandi nótum og strangari kontrapunktíska kafla með stefi sem minnir á fúgustef Páls í orgelverkinu Ostinato et fughetta. Björn Steinar Sólbergsson hefur verið organisti Akureyrarkirkju síðan 1986. Hann stundaði framhaldsnám í orgelleik á Ítalíu og í Frakklandi þar sem hann útskrifaðist með einleikarapróf í orgelleik (Prix de virtuosité) árið 1986. Björn Steinar hefur verið mjög virkur í tónlistarlífinu á Akureyri og unnið markvisst að uppbyggingu tónlistarstarfs við Akureyrarkirkju. Hann er einnig aðstoðarorganisti við Hallgrímskirkju og kennir jafnframt orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og við Tónlistarskólann á Akureyri. Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima og erlendis. Einnig hefur hann leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammerhljómsveit Akureyrar og The Cleveland Institute of Music Orchestra. Hann hefur hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og á geislaplötur, m.a. öll orgelverk Páls Ísólfssonar. Björn Steinar hlaut Menningarverðlaun DV 1999, Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2001 og var valinn bæjarlistamaður Akureyrar 2002.
Lífið Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Sjá meira