Sport

Graham Poll sendur heim

Nordic Photos/Getty Images

Enski knattspyrnudómarinn Graham Poll varð í dag einn þeirra fjórtán dómara sem lokið hafa keppni á HM og halda til síns heima. Poll átti skelfilegan dag þegar hann dæmdi leik Ástrala og Króata í riðlakeppninni og gerði sú frammistaða útslagið með það að þessi reyndi dómari fengi ekki að halda áfram að dæma í mótinu.

Hér fyrir neðan gefur að líta lista yfir þá dómara sem halda áfram í keppninni:

Dómarar í 8-liða úrslitunum:

Þýskaland - Argentína (Lubos Michel, Slóvakíu)

Ítalía v Úkraína (Frank de Bleeckere, Belgíu)

England v Portúgal (Horacio Elizondo, Argentínu)

Brasilía v Frakkland (Luis Medina Cantalejo, Spáni)

Aðrir dómarar sem fengu að halda áfram á HM:

Toru Kamikawa (Japan), Coffi Codjia (Benin), Benito Archundia (Mexikó), Jorge Larrionda (Úrúgvæ), Mark Shield (Ástralíu), Massimo Busacca (Sviss), Markus Merk (Þýskalandi), Roberto Rosetti (Ítalíu).



Fleiri fréttir

Sjá meira


×