Erlent

Varar við hættu á flóðbylgju

Samræmt viðvörunarkerfi fyrir flóðbylgjuhættu við Indlandshaf er nú komið í gagnið, einu og hálfu ári eftir hamfaraflóðin sem urðu yfir 200 þúsundum að bana á annan í jólum 2004.

26 vaktstöðvar eru í landi og fylgjast með og vinna úr upplýsingum úr 25 jarðskjálftamælum, sem og þremur djúpsjávarmælum sem nema óeðlilegar hreyfingar á sjávaryfirborðinu. Slíkt kerfi hefur verið í gangi í 40 ár við Kyrrahafið og sambærileg viðvörunarkerfi eru í bígerð fyrir Atlantshafið, Miðjarðarhafið og Karíbahafið.UNESCO hafði yfirumsjón með uppsetningu kerfisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×