Lífið

300 miðar eftir á tónleika Nick Cave

Miðasala fyrir tónleika Nick Cave, sem fram fara í Laugardalshöll laugardaginn 16. september, hófst með látum í morgun. Röð myndaðist fyrir fram verslun Skífunnar á Laugaveginum áður en miðasalan hófst og miðakerfi Midi.is á netinu hafði varla undan að afgreiða viðksiptavini fyrsta klukkutíman. Nú klukkan 16:00 eru aðeins rétt rúmlega 300 miðar eftir á tónleikana.

Miðasala fyrir tónleika Nick Cave fer fram í í verslunum Skífunnar, BT Akureyri, Egilstöðum og Selfossi og á www.Midi.is. Um er að ræða sitjandi tónleika og eru aðeins seldir miðar í númeruð sæti. Búið er að skipta höllinni upp í tvö svæði; sal og stúku. Miðaverð í salnum er 6.500 krónur (auk 440 kr miðagjalds), miðaverð í stúku er 5.500 krónur (auk 380 kr miðagjalds).

Nick Cave kemur fram í Laugardalshöll ásamt hljómsveit sem skipuð er Bad Seeds meðlimunum Martyn P. Case, Jim Scavunos og áðurnefndum Warren Ellis.

Það er Hr. Örlygur sem stendur fyrir tónleikum Nick Cave á Íslandi í samvinnu við Icelandair og Rás 2.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×