World Class hyggur á landvinninga í Danmörku 29. júní 2006 23:04 MYND/E.Ól Eigendur líkamsræktarkeðjunnar World Class á Íslandi bætast nú í hóp útrásarmanna til Danmerkur því þeir hafa fest kaup á þrettán líkamsræktarstöðvum þar í landi. Þeir sjá mikil sóknarfæri í Danmörku og áforma að koma á fót tugum líkamsræktarstöðva í viðbót. Stöðvarnar sem World Class hefur keypt eru reknar hafa verið undir merkjum Equinox í Danmörku. Tólf stöðvanna eru á Jótlandi og ein í Kaupmannahöfn sem er svipuð að stærð og World Class í Laugum. Björn Leifsson, annar eigandi World Class, sér mikla uppbyggingarmöguleika í Danmörku og segir kannanir hafa sýnt að pláss sé fyrir 100 nýjar stöðvar í landinu. Um sex prósent Dana nýti heilsuræktarstöðvar en 15-16 prósent Íslendinga og 10 prósent Svía og Norðmanna. Það séu því miklir möguleika í Danmörku og á teikniborðinu séu um 28 stöðvar í viðbót víðs vegar um Danmörku. Búið sé að ákveða staðsetningar og byrjað að ræða við suma fasteignaeigendur um húsnæði. Næsta vetur sé svo stefnan að opna tvær stöðvar í Kaupmannahöfn og jafnvel kaupa eina í notkun. Uppbyggingin verði þannig hröð. World Class tekur við rekstri Equinox-stöðvanna nú um mánaðamótin og Björn segir að hugmyndir að baki World Class verði fluttar út. Stöðvarnar sem keyptar hafi verið séu með hæsta standardinn í Danmörku en þau hjá World Class telji sig geta gert betur og módelið sem sett hafi verið upp hér á landi henti vel í Danmörku að þeirra mati. Aðspurður hvort World Class hyggi á á frekari landvinninga segi Björn að byrjað verði á þessu en hér á landi sé ætlunin að opna World Class stöð við sundlaugina á Seltjarnarnesi í september á næsta ári. Þetta sé ágætt í bili en ef vel gangi sé aldrei að vita hvar verði drepið niður fæti næst. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Eigendur líkamsræktarkeðjunnar World Class á Íslandi bætast nú í hóp útrásarmanna til Danmerkur því þeir hafa fest kaup á þrettán líkamsræktarstöðvum þar í landi. Þeir sjá mikil sóknarfæri í Danmörku og áforma að koma á fót tugum líkamsræktarstöðva í viðbót. Stöðvarnar sem World Class hefur keypt eru reknar hafa verið undir merkjum Equinox í Danmörku. Tólf stöðvanna eru á Jótlandi og ein í Kaupmannahöfn sem er svipuð að stærð og World Class í Laugum. Björn Leifsson, annar eigandi World Class, sér mikla uppbyggingarmöguleika í Danmörku og segir kannanir hafa sýnt að pláss sé fyrir 100 nýjar stöðvar í landinu. Um sex prósent Dana nýti heilsuræktarstöðvar en 15-16 prósent Íslendinga og 10 prósent Svía og Norðmanna. Það séu því miklir möguleika í Danmörku og á teikniborðinu séu um 28 stöðvar í viðbót víðs vegar um Danmörku. Búið sé að ákveða staðsetningar og byrjað að ræða við suma fasteignaeigendur um húsnæði. Næsta vetur sé svo stefnan að opna tvær stöðvar í Kaupmannahöfn og jafnvel kaupa eina í notkun. Uppbyggingin verði þannig hröð. World Class tekur við rekstri Equinox-stöðvanna nú um mánaðamótin og Björn segir að hugmyndir að baki World Class verði fluttar út. Stöðvarnar sem keyptar hafi verið séu með hæsta standardinn í Danmörku en þau hjá World Class telji sig geta gert betur og módelið sem sett hafi verið upp hér á landi henti vel í Danmörku að þeirra mati. Aðspurður hvort World Class hyggi á á frekari landvinninga segi Björn að byrjað verði á þessu en hér á landi sé ætlunin að opna World Class stöð við sundlaugina á Seltjarnarnesi í september á næsta ári. Þetta sé ágætt í bili en ef vel gangi sé aldrei að vita hvar verði drepið niður fæti næst.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira