Innlent

31 hefur sagt upp vegna kjaradeilna BHM

Þrjátíu og einn starfsmaður hjá Svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra sagði upp störfum í dag vegna óánægju með hægagang í kjaraviðræðum BHM við ríkið. Þeir segja grunnlaun þroskaþjálfa getað hækkað um þrjátíu þúsund krónur með því að flytja sig yfir til sveitarfélaganna.

Sautján þroskaþjálfar sögðu upp störfum hjá Svæðisskrifstofu fatlaðra í Reykjavík eftir hádegi í dag og í morgun sögðu fjórtán í Bandalagi háskólamanna upp hjá svæðisskirfstofunni í Hafnarfirði. Haldinn var árangurslaus fundur í deilunni í gær milli félagsmanna og ríkisins og var fundi frestað til miðvikudags.

Starfsmenn vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni sveitarfélögunum.

Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík, segir uppsagnirnar bitna á starfseminni eftir þrjá mánuði þegar þær taka gildi. Hann segir nógu erfitt nú þegar að manna öll stöðugildi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×