Fótbolti

Scolari biður FA afsökunar

MYND/AP

Luiz Felipe Scolari, þjálfari Portúgala hefur beðið enska knattspyrnusambandið afsökunar á því að hafa sagt að hann hafi hafnað því að taka við enska landsliðinu í vor.

Enska knattspyrnusambandið hefur alltaf neitað því að þeir hafi boðið Scolari samning en eins og allir vita þá var Steve McClaren ráðinn sem næsti þjálfari og tekur hann við af Sven-Göran Eriksson eftir HM.

"Ég er maður orða minna og ég stend við mína samninga. Ég er samningsbundinn Portúgal og ég er ánægður þar. Ef mitt nei svar til enska knattspyrnusambandsins á sínum tíma hafi sært þá. Þá er ég miður mín útaf því. Ég vildi ekki særa neinn. Þannig er ég ekki. Auðvita var ég uppi með mér að enska sambandið hafði áhuga á mér en tímasetningin var ekki rétt. Hvað framtíðin ber í skauti sér, veit ég ekki. En ef FA kemur aftur einhvern tíman með tilboð fyrir mig, þá er aldrei að vita," sagði Scolari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×