Innlent

Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný

Karen Kjartansdóttir skrifar
Málverkið af Bjarna Benediktssyni var tekið niður árið 1994 þegar R-listinn komst til valda og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók við stjórnartaumunum í Reykjavíkurborg.
Málverkið af Bjarna Benediktssyni var tekið niður árið 1994 þegar R-listinn komst til valda og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók við stjórnartaumunum í Reykjavíkurborg.
Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar.

Málverkið af Bjarna Benediktssyni var tekið niður árið 1994 þegar R-listinn komst til valda og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók við stjórnartaumunum í Reykjavíkurborg. Fram að því hafði málverkið hangið yfir borðinu þar sem leiðtogafundur Ronalds Regans og Gorbatsjov fór fram árið 1986.

Á föstudskvöld komst málverkið aftur á sinn gamla stað. Fjölmenn móttaka var haldin uppi á Höfða þar sem samankomnir voru fyrrverandi ráðherrar, borgarstjórar og áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum.

Meðal gesta á hátíðarsamkomunni í Höfða voru samkvæmt upplýsingum NFS: Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og sonur Bjarna Benediktssonar, Davíð Oddsson, Kjartan Gunnarsson, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Bolli Thoroddsen, ásamt öðrum borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins.

Sérstakur boðsgestur var einnig Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og Ásgeir Pétursson, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, sem sagði sögur frá ráðherratíð hans.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson sagði í samtali við NFS í morgun að tímabært hafi verið að koma málverkinu aftur upp. Bera þurfi virðingu fyrir sögunni og það geri Sjálfstæðisflokkurinn ólíkt R-listanum sem tók málverkið niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×