Viðskipti erlent

Búast við mikilli eftirspurn eftir olíu

Frá kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum.
Frá kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum. Mynd/AFP

Heimsmarkaðsverð á olíu fór yfir 73 Bandaríkjadali á tunnu í framvirkum samningum á markaði í Lundúnum í Bretlandi. Miðlarar eru sagðir bíða eftir morgundeginum þegar langri helgi Bandaríkjamanna lýkur.

Þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna er í dag, 4. júlí, og hafa aldrei jafn margir verið á faraldsfæti frá því fyrir helgi. Í kvöld og á morgun fara menn til síns heima og eykst eftirspurn eftir eldsneyti gríðarlega vegna þessa.

Verð á Norðursjávarolíu hækkaði um 8 sent á markaði í Lundúnum og fór í 73,47 dali á tunnu. Í gær lækkaði verðið hins vegar um 12 sent.

Markaðir eru lokaðir í Bandaríkjunum vegna hátíðarhaldanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×