Lífið

Áfram Magni

MYND/ 7fn

Magni Ásgeirsson er einn af 15 þátttakendum í keppninni um söngvara hljómsveitarinnar Supernova sem er skipuð Tommy Lee úr Motley Crüe, Jason Newstead úr Metallica og Gilby Clarke úr Guns N'Roses.

Fyrsti þátturinn þar sem keppendurnir 15 spreyta sig á rokklögum er á dagskrá SKJÁSEINS í kvöld kl.12.00 á miðnætti. Þátturinn er sýndur á

sama tíma og í Bandaríkjunum svo við Íslendingar getum tekið þátt í kosningu besta söngvarans. Kosningin fer fram strax að liðnum þættinum og stendur yfir í fjóra tíma. Bæði er hægt að kjósa með því að senda sms skeytið rock bil og svo númer keppandans (Magni er númer 5) í símanúmerið 1900, eða á netinu á slóðinni www.rockstar.msn.com. Sms skeytið kostar 99 kr. Það er hægt að kjósa eins oft og vilji er fyrir hendi.

Upphitun fyrir útsendinguna verður kl. 21.30 í kvöld en þá sýnum við áheyrnarprufurnar sem fram fóru hér á Íslandi í apríl.

Annað kvöld, fimmtudagskvöld, verður þátturinn sýndur aftur kl. 21.00, en þá er ekki hægt að taka þátt í kosningunni. Þá er einnig sýndur þáttur um heimilislíf keppendana í LA sem eru undir smásjá myndavéla allan sólarhringinn.

Á föstudagskvöldið kl. 21.30 verður úrslitaþátturinn sýndur en hann fer þannig fram að þeir þrír söngvarar sem fengu fæst atkvæði spreyta sig aftur og dómararnir þrír Tommy Lee úr Motley Crüe, Jason Newstead úr Metallica og Gilby Clarke úr Guns N' Roses velja þann söngvara sem þeim finnst sístur og hann verður sendur heim.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×