Umsóknarfrestur að renna út 5. júlí 2006 11:45 MYND/ Hjalti Jakobsson Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves vilja minna á að umsóknarfrestur fyrir innlendar hljómsveitir og listamenn sem vilja koma fram á hátíðinni í ár rennur út næstkomandi mánudag, þann 10. júlí. Þegar hafa yfir 150 umsóknir borist og búist er við að mikill fjöldi skili sér núna síðustu dagana fyrir umsóknarfrest. Líkt og undanfarin ár munu yfir 100 íslenskir flytjendur koma fram á Airwaves 2006. Meðal þeirra rúmlega 30 flytjenda sem komu í fyrsta sinn fram á Airwaves í fyrra má nefna Benna Hemm Hemm, Mammút og Jakobínarínu - sem vakið hafa verðskuldaða athygli innanlands sem utan á síðustu misserum. Áfram er stefnt að því að bjóða upp á gott úrval af hljómsveitum og listamönnum sem ekki hafa áður komið fram á hátíðinni. Ungar og upprennandi sveitir - jafnt sem reynslumeiri jálkar - eru hvattir til að senda inn umsókn. Framkvæmd hátíðarinnar er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Til að sækja um að koma fram á Iceland Airwaves 2006 þarf að ná í sérstakt eyðublað á www.icelandairwaves.com sem finna má undir liðnum 'Industry', fylla út, prenta og skila til Hr. Örlygs ásamt fylgigögnum. Þau gögn sem fylgja skulu umsókn eru a) diskur með tónlist b) diskur með upplýsingatexta um flytjanda ásamt mynd. Umsóknarfrestur er til 10. júlí. Hr. Örlygur vill leggja áherslu á að ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma. Þeir sem áður hafa sótt um að spila á Airwaves verða að fara í gegnum umsóknarferlið á nýjan leik - sem og þeir sem að undanförnu hafa sent inn tónlist og erindi um að fá að koma fram á hátíðinni. Bein slóð á eyðublaðið og frekari leiðbeiningar er: http://www.icelandairwaves.com/page.asp?pageID=58 Umsækjendum verður svarað eins fljótt og auðið er, þó ekki síðar en 1. september. Það eru starfsmenn Hr. Örlygs - þeir Árni Einar Birgisson, Egill Tómasson, Eldar Ástþórsson og Þorsteinn Stephensen - sem fara yfir umsóknirnar og taka síðan ákvörðun um hverjir koma fram á Iceland Airwaves 2006 en þeim til aðstoðar er óformleg ráðgjafanefnd úr tónlistarbransanum. -- Lífið Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves vilja minna á að umsóknarfrestur fyrir innlendar hljómsveitir og listamenn sem vilja koma fram á hátíðinni í ár rennur út næstkomandi mánudag, þann 10. júlí. Þegar hafa yfir 150 umsóknir borist og búist er við að mikill fjöldi skili sér núna síðustu dagana fyrir umsóknarfrest. Líkt og undanfarin ár munu yfir 100 íslenskir flytjendur koma fram á Airwaves 2006. Meðal þeirra rúmlega 30 flytjenda sem komu í fyrsta sinn fram á Airwaves í fyrra má nefna Benna Hemm Hemm, Mammút og Jakobínarínu - sem vakið hafa verðskuldaða athygli innanlands sem utan á síðustu misserum. Áfram er stefnt að því að bjóða upp á gott úrval af hljómsveitum og listamönnum sem ekki hafa áður komið fram á hátíðinni. Ungar og upprennandi sveitir - jafnt sem reynslumeiri jálkar - eru hvattir til að senda inn umsókn. Framkvæmd hátíðarinnar er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Til að sækja um að koma fram á Iceland Airwaves 2006 þarf að ná í sérstakt eyðublað á www.icelandairwaves.com sem finna má undir liðnum 'Industry', fylla út, prenta og skila til Hr. Örlygs ásamt fylgigögnum. Þau gögn sem fylgja skulu umsókn eru a) diskur með tónlist b) diskur með upplýsingatexta um flytjanda ásamt mynd. Umsóknarfrestur er til 10. júlí. Hr. Örlygur vill leggja áherslu á að ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma. Þeir sem áður hafa sótt um að spila á Airwaves verða að fara í gegnum umsóknarferlið á nýjan leik - sem og þeir sem að undanförnu hafa sent inn tónlist og erindi um að fá að koma fram á hátíðinni. Bein slóð á eyðublaðið og frekari leiðbeiningar er: http://www.icelandairwaves.com/page.asp?pageID=58 Umsækjendum verður svarað eins fljótt og auðið er, þó ekki síðar en 1. september. Það eru starfsmenn Hr. Örlygs - þeir Árni Einar Birgisson, Egill Tómasson, Eldar Ástþórsson og Þorsteinn Stephensen - sem fara yfir umsóknirnar og taka síðan ákvörðun um hverjir koma fram á Iceland Airwaves 2006 en þeim til aðstoðar er óformleg ráðgjafanefnd úr tónlistarbransanum. --
Lífið Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira