Sport

Dómarinn var hlutdrægur

MYND/Reuters

Cristiano Ronaldo, leikmaður Portúgal, sagðist aðeins hafa eflst við það þegar áhorfendur bauluðu á hann í leiknum gegn Frökkum í gær en vill meina að dómarinn hafi alls ekki verið starfi sínu vaxinn.

"Ég var ánægður með að baulað var á mig í gær. Það þýðir bara að frönsku stuðninsmennirnir voru hræddir við mig sem hættulegan leikmann - ég hef engar áhyggjur af því," sagði Ronaldo og hafði meira að segja um dómarann Jorge Larrionda frá Úrúgvæ.

"Við spiluðum eins vel og við gátum, en allir sem horfðu á þennan leik sáu að við áttum undir högg að sækja hjá dómaranum. Hann hefði átt að sýna frönsku leikmönnunum miklu fleiri gul spjöld, en hann gerði það ekki af því Portúgal er smáland á knattspyrnuvísu. Það er kominn tími til fyrir okkur að breyta því og koma okkur á kortið sem stórþjóð í fótbolta," sagði Ronaldo súr í bragði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×