Sport

Keisarinn vill taka á leikaraskap

Keisarinn er lítt hrifinn af leikaraskap
Keisarinn er lítt hrifinn af leikaraskap NordicPhotos/GettyImages

"Keisarinn" Franz Beckenbauer hefur óskað eftir fundi með dómurum, leikmönnum og forráðamönnum þeirra þar sem umræðuefnið verður leikaraskapur á knattspyrnuvellinum. Nokkuð hefur borið á því á HM að leikmenn reyni að fiska gul spjöld hver á annan með því að ýkja viðbrögð sín við minniháttar brotum og þetta þykir Beckenbauer afar neikvæð þróun.

"Í byrjun móts fannst mér dómararnir taka nokkuð hart á minniháttar brotum og svo virðist sem nokkrir leikmenn hafi ákveðið að reyna að misnota sér þetta með látbragði og leikaraskap. Ég er nokkuð viss um að ef menn setjast niður og ræða málin, geti þeir náð að laga ástandið eitthvað. Að mínu mati á leikmaður sem ræðst að dómaranum og heimtar að hann veifi spjaldi á mótherja sinn eigi að fá spjaldið sjálfur - svona hegðun er óíþróttamannsleg," sagði Keisarinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×