Sport

Ekkert mál að skora gegn ítölsku vörninni

Thierry Henry hefur ekki áyggjur af ítölsku vörninni
Thierry Henry hefur ekki áyggjur af ítölsku vörninni

Franski framherjinn Thierry Henry segist ekki hafa áhyggjur af því að hann og félagar hans geti ekki skorað gegn sterkri vörn Ítala í úrslitaleiknum á HM á sunnudaginn. Ítalska vörnin hefur verið mjög traust á mótinu til þessa, þar sem þeir Cannavaro og Zambrotta frá Juventus hafa verið sérstaklega áberandi. Þá hefur Marco Materazzi staðið sig frábærlega í fjarveru Alessandro Nesta.

"Vissulega eru varnarmenn Ítalanna sterkir, en það er ekki hægt að stilla þessu upp eins og þetta sé ég á móti Cannavaro. Þetta er viðureign tveggja sterkra liða. Ég hef samt ekki miklar áhyggjur af vörninni hjá Ítölunum, mér tókst að skora gegn þessum mönnum með Arsenal í meistaradeildinni og af hverju ætti ég þá ekki að geta það með landsliðinu?" sagði Henry.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×