Sport

Bannað að ræða við enska knattspyrnusambandið

Fabio Capello var einn þeirra manna sem enska knattspyrnusambandið hafði samband við um að gerast eftirmaður Sven-Göran Eriksson
Fabio Capello var einn þeirra manna sem enska knattspyrnusambandið hafði samband við um að gerast eftirmaður Sven-Göran Eriksson NordicPhotos/GettyImages

Fabio Capello gaf það út í samtali við breska blaðið News of the World í dag að honum hefði verið neitað um tækifæri til að ræða við enska knattspyrnusambandið um að taka við stjórn enska landsliðsins af Sven-Göran Eriksson. Capello var samningsbundinn Juventus á þessum tíma og neituðu forráðamenn ítölsku meistaranna enskum að ræða við þjálfarann.

"Enska knattspyrnusambandið hafði samband á sínum tíma, en Juventus vildi ekki gefa þeim leyfi til að ræða við mig - enda var ég samningsbundinn. Ég hefði sannarlega tekið tilboð enska knattspyrnusambandsins til greina ef ég hefði verið á lausu, því allir þjálfarar myndu fagna því tækifæri að stýra enska landsliðinu," sagði Capello, sem nú er tekinn við spænska stórliðinu Real Madrid í annað sinn á ferlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×