Sport

Englendinga skorti hungur

Sir Bobby Robson
Sir Bobby Robson NordicPhotos/GettyImages

Sir Bobby Robson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, segir að liðið hafi skort nauðsynlegt hungur til að ná langt á HM. Robson bendir á að nokkrir af leikmönnum liðsins hafi alls ekki sýnt sitt rétta andlit og segir leikstíl enska liðsins ekki hafa hentað liðinu til að ná að nýta styrkleika þess.

"Þá skorti einfaldlega hungur og ég gat ekki séð að það væri til staðar. Spilamennska liðsins var dauf og hugmyndasnauð og maður þarf ekki annað en að horfa á lið eins og Þýskaland til að sjá hvað hungrið getur borið menn langt. Ég horfði á Þjóðverjana í leiknum um þriðja sætið og það var mjög greinilegt að þeir ætluðu alls ekki að hafna í fjórða sæti í keppninni. Ég held meira að segja að aðeins tvö lið hafi í raun spilað með tvo framherja í þessari keppni og það voru Þjóðverjar og Argentínumenn," sagði Robson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×