Sport

FIFA neitar ásökunum Domenech

Forráðamenn Alþjóða Knattspyrnusambandsins hafa alfarið neitað ásökunum Raymond Domenech, þjálfara Frakka, um að dómarinn í úrslitaleiknum í gær hafi stuðst við myndbandsupptökur þegar hann rak Zinedine Zidane af velli fyrir að skalla Marco Materazzi.

"Hér var ekki um neitt slíkt að ræða. Eftirlitsdómarinn sá atvikið og lét dómarann vita í gegn um talstöðina og á þessu lék enginn vafi," sagði talsmaður FIFA og bætti við að atvikið yrði skoðað betur og í framhaldi af því yrði tekin ákvörðun um hvort Zidane verði refsað frekar fyrir brot sitt.

Fjórði dómarinn á leiknum sá atvikið og lét dómarann inni á vellinum vita af því, en þjálfari Frakka vildi meina að fimmti dómarinn, sem hefur aðgang að sjónvarpsskjá og getur skoðað endursýningar - hafi ekki haft áhrif á fjórða dómara, enda megi hann það alls ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×