Sport

Hugsaði alvarlega um að hætta

Chris Kirkland
Chris Kirkland NordicPhotos/GettyImages

Enski markvörðurinn Chris Kirkland hefur viðurkennt að hann hafi verið kominn á fremsta hlunn með að hætta knattspyrnuiðkun eftir langa og erfiða baráttu við meiðsli. Kirkland gekk nýverið í raðir Wigan á sex mánaða lánssamningi frá Liverpool og ætlar að leitast við að rétta feril sinn við.

Kirkland er 25 ára gamall og hefur verið meira og minna meiddur undanfarin þrjú ár. Hann hefur þjáðst af hnémeiðslum, puttabroti og nýrnasjúkdómi, en er nú staðráðinn í að ná sér á strik á ný.

"Þetta hefur verið gríðarlega erfiður tími, en foreldrar mínir og eiginkona hafa stutt vel við bakið á mér. Það komu dagar þar sem ég velti því alvarlega fyrir mér að hætta að spila fótbolta, en ég elska íþróttina og það er frábært að vera farinn að æfa aftur," sagði Kirkland á tímabili var í enska landsliðshópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×