
Innlent
Kalt vatn komið á ný
Kalt vatn var aftur komið á Seltjarnarnesi og í vestur-og miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan níu í kvöld en kaldavatnslaust hafði verið á þessum stöðum frá klukkan sjö. Grafin hafði verið í sundur kaldavatnsstofnæð á horni Ingólfsstrætis og Sæbrautar sem orsakaði kaldavatnsleysið.
Mest lesið
Fleiri fréttir
×