Innlent

Rifa kom á Norrænu

Rifa kom á birðing ferjunnar Norrænu, þega hún var að láta úr höfn í Þórshöfn í Færeyjum í gærkvöldi, áleliðis til Íslands, en rakst utan í bryggjukant. Engan um borð sakaði, eftir því sem best er vitað. Rifan var ofan sjólínu þannig að ekki kom leki að skipinu, og var því siglt til Klakksvíkur, þar sem gera átti við það til bráðabirgða. Ellefu hundruð farþegar eru um borð og ljóst er að töf verði á komu þeira hingað til lands, en ekki liggur fyrir hversu skipinu seinkar mikið. Það átti upphaflega að koma til Seyðisfjarðar klukkan níu , samkvæmt áætlun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×