Sport

Kirk Hinrich í hópinn í stað Redick

Margir furðuðu sig á því á sínum tíma að Hinrich fengi ekki að keppa um sæti í liði Bandaríkjanna, en hann hefur nú verið kallaður inn sem varamaður
Margir furðuðu sig á því á sínum tíma að Hinrich fengi ekki að keppa um sæti í liði Bandaríkjanna, en hann hefur nú verið kallaður inn sem varamaður NordicPhotos/GettyImages

Leikstjórnandinn Kirk Hinrich hefur verið valinn í bandaríska landsliðshópinn í körfubolta í stað stórskyttunnar JJ Redick sem er meiddur og þurfti að hætta við að fara í æfingabúðir með liðinu. Bandaríkjamenn eru nú á fullu að undirbúa lið sitt fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Japan í næsta mánuði, þar sem liðið leikur í riðli með Ítölum, Porto Rikó, Slóvenum, Kínverjum og Senegölum.

Sem stendur eru 24 leikmenn í æfingabúðum landsliðsins, en þeim verður fækkað niður í 15 þegar nær dregur mótinu. Bandaríkjamenn ætla sér að sjálfssögðu ekkert annað en sigur á HM, en gull í Japan myndi þýða að liðið fengi sjálfkrafa þáttökurétt á Ólympíuleiknum í Peking í Kína árið 2008. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×