Innlent

Gegn því að starf jafnréttisráðgjafa verði lagt niður

Stjórnarandstaðan í borgarstjórn greiddi atkvæði gegn því að starf jafnréttisráðgjafa væri lagt niður hjá Reykjavíkurborg í borgarráði í dag. Borgarstjóri lagði fram tillögu þess efnis í kjölfar þess að Hildur Jónsdóttir sem verið hefur jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar við góðan orðstír sagði starfi sínu lausu.

Í stað embættis jafnréttisráðgjafa verður stofnað embætti mannréttindafulltrúa sem starfa mun með nýrri mannréttindanefnd borgarinnar.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri-grænna og Frjálslyndra telja það mikilvægt að við stofnun mannréttindanefndar og starfs mennréttindaráðgjafa verði starfssviðið aukið og jafnframt tryggt að kynjajafnréttismál fái ekki minni sess í borgarkerfinu en hingað til. Þeir telja að niðurlagning starfs jafnréttisráðgjafa er skref í þveröfuga átt ef ekki fæst trygging fyrir hvernig áfram verði haldið starfi að jafnréttismálum auk nýrra verkefna sem leiða af auknu starfsviði mannréttindanefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×