Fyrrverandi leynifulltrúi bandarísku leyniþjónustunnar, Valerie Plame, hefur nú stefnt Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, fyrir að leka nafni hennar í fjölmiðla og reyna þar með að spilla starfsframa hennar.
Nafn Plames birtist í fjölmiðlum eftir að eiginmaður hennar sem þá var bandarískur sendiherra sagði bandarísk stjórnvöld ekki hafa haft nægilega ástæðu til að ráðast inn í Írak og hefðu því hagrætt njósnagögnum.