Innlent

Ráðning í starf skrifstofustjóra umdeild

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Reykjavíkur hafa lagt fram fyrirspurn vegna ráðningar í starfs skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar og spyrja hvort tími pólitískra ráðninga sé runninn upp hjá borginni.

Tilefni fyrirspurnar stjórnarandstöðunnar er ráðning að í vikunni var gengið frá afleysingu í starf skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra en það þykir eitt veigamesta embætti stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.

Í fyrirspurninni er spurt hvort tími pólitískra ráðninga sé runnin upp hjá Reykjavíkurborg á kostnað menntunnar, hæfni og reynslu eins og það er orðað. Hvort starfið hafi verið auglýst og hvaða hæfniskrafna hafi verið óskað eftir í það.

Í bréfi stjórnarandstöðunnar kemur einnig fram að sá aðili sem sinnt hefur starfinu til þessa sé með áratugareynslu á sviði stjórnunnar innan stjórnsýslunnar og með mastersngráðu í opinberri stjórnsýslu. Það vekji því athygli að sá sem nú hefur verið ráðin sé aðeins með nýlegt BS próf í viðskiptafræði en fyrrverandi starfsmaður í Valhöll og aðstoðarmaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×