Innlent

Hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar

Borgarráð varð á fundi sínum í gær einhuga um að halda áfram með hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Dómnefnd verður falið að útbúa ný keppnisgögn þar sem tekið verður mið af úrskurði úrskurðarnefndar útboðsmála sem ógilti fyrra útboð.

Borgarráð segis með ákvörðunni sinni eyða þeirri óvissu sem verið hefur um framhald keppninnar og taka af skarið um að heildarskipulag liggi fyrir áður en einstakir reitir Vatnsmýrarinnar komi til uppbyggingar á næstu árum.

Fulltrúar borgarstjórnar í dómnefnd verða Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson, fulltrúi Arkitektafélagsins verður Steve Christer arkitekt og erlendir fulltrúar Joan Busquets, prófessor við Harvard-háskóla, Kees Kaan, arkitekt og Hildebrand Machleidt, skipulagsfræðingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×