Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þrítugan Litháa í tveggja og hálfs árs fangelsi í dag. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok febrúar og verður sá tími dreginn frá refsingunni.
Ákærði var einnig dæmdur til að greiða rúmlega eina milljón í sakarkostnað.
Maðurinn var tekinn þegar hann kom með með flugi frá Heatrow flugvelli í London en í farangri hans fundust fimm vínflöskur sem innihéldu fljótandi amfetamín.

