Fufan, Félag ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni, skorar á Birki Jón Jónsson þingmann Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi að bjóða sig fram til forystu flokksins á flokksþingi Framsóknarmanna sem verður 18-19 ágúst næstkomandi.
Stjórn ungra framsóknarmanna á Akureyri telur að nú sé tækifæri til að yngja upp í forustusveit Framsóknarflokksins.
