Innlent

Lánum KB-banka þinglýst með 4,9 % vöxtun

Lánum hjá KB banka er ekki þinglýst með 4,15% vöxtum heldur 4,9%. Margir viðskiptavinir bankans hafa undanfarið fengið send bréf þess efnis að þeir uppfylli ekki skilyrði lánanna fyrir afslættinum. Um fimmtíu handhafar íbúðalána KB banka hafa fengið sent bréf frá bankanum þar sem þeim er bent á að þeir uppfylli ekki skilyrði lánanna um bankaviðskipti.

Lánum frá Kb banka er þinglýst með 4,9% vöxtum en lántökum er síðan gefinn 0,75 prósentustiga afsláttur af vaxtagreiðslum gegn því að þeir séu með launareikning sinn hjá Kb-banka og nýti sér aðra þjónustu bankans. Ef lántakendur uppfylla ekki þessi skilyrði er því hægt að setja 4,9% vexti á lán þeirra. Óneitanlega ýmsar spurningar, líkt og hvort hægt sé að taka þá ákvörðun að minnka afsláttinn hjá hinum almenna lánþega eða endurskoða skilyrðin fyrir því að veita afsláttinn. Næsta víst er að slíkar breytingar hefðu gríðarleg áhrif á fjárhag fólks sem hefur reiknað með ákveðnum vöxtum en þarf svo að greiða hærri vexti.

Hjá Glitni fengust þau svör að vöxtum væri þinglýst upp á þá tölu sem væri verið að bjóða upp á. Það er hins vegar skilyrði að vera í bankaviðskiptum við Glitni til að fá íbúðalán. SPRON er einn bankanna sem býður upp á íbúðalán án skilyrða um önnur bankaviðskipti. Vextir geta verið mismunandi en þinglýst er upp á þá vexti sem boðið er upp á á hverjum tíma. Ekki náðist í fulltrúa Landsbankans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×