Sport

Leikmenn Aston Villa óhressir með Ellis

Doug Ellis er að skera grimmt niður hjá Aston Villa og leikmenn vilja að hann sýni metnað eða komi sér í burtu
Doug Ellis er að skera grimmt niður hjá Aston Villa og leikmenn vilja að hann sýni metnað eða komi sér í burtu NordicPhotos/GettyImages
Leikmenn ensks úrvalsdeildarliðsins Aston Villa hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir gagnrýna metnaðarleysi stjórnarformannsins Doug Ellis, en hann tilkynnti ráðandi hlut sinn í félaginu til sölu síðasta haust.

Í yfirlýsingunni segir meðal annars: "Okkur þykir að stjórnarformaður félagsins ætti að styðja við bakið á leikmönnum þess í stað þess að vinna gegn þeim. Félagið hefur skorið mikið niður í rekstri sínum og þessar breytingar eru farnar að koma niður á leikmönnum. Aston Villa er í okkar augum stórt knattspyrnufélag sem vann Evrópumeistaratitil árið 1982 og því ætti metnaðurinn að vera mikill. Annað hefur þó komið á daginn og ef ekki er klár metnaður frá æðstu stjórn og niður, er ekki hægt að ætlast til að félagið nái árangri."

Í yfirlýsingunni segir enn fremur frá fjölda tilvika þar sem niðurskurður hefur komið niður á ótrúlegustu atriðum í rekstri félagsins, allt frá vökvun æfingavalla félagsins til greiðslu á kaffibolla til sjúkraþjálfarans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×