Innlent

Tafir á vél Iceland Express vegna bilanar

MYND/Haraldur Jónasson

Talsverðar tafir urðu á flugi vélar Iceland Express til Friedrichshafen í morgun. Fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að bilun hafi komið upp í loku í hjólabúnaði vélarinnar. Þegar vélin var komin í loftið fóru hjólin upp með eðlilegum hætti en lok búnaðarins féll ekki að. Ákveðið var að lenda vélinni til að gera við lokuna. Eftir viðgerðina var vélinni flogið í stutt reynsluflug og að því búnu gengu farþegar um borð á ný. Áætlað er að vélin lendi í Friedrichshafen kl. 13.54 að íslenskum tíma, um klukkutíma á eftir áætlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×