Innlent

Íslenskar kartöflur

Fyrstu nýju kartöflurnar úr sunnlenskum görðum koma á markað á höfuðborgarsvæðinu í dag. Það verða Premier kartöflur , sem Birkir Ármannsson í Vestur Holti í Þykkvabæ, byrjaði að taka upp í morgun.

Þrátt fyrir miklar rigningar og sólarleysi í vor, mun uppskeran vera í meðallagi góð, að minnstakosti á premier kartöflunum. Tvær til fjórar vikur munu hinsvegar líða þartil Gullauga og Rauðar verða orðnar fullsprottnar fyrir markaðinn. Vonir standa til að það náist að dreifa fyrstu katöflunum í verslanir fyrir hádegi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×