Innlent

Umhverfisráðherra hvetur til afnáms á skaðlegum niðurgreiðslum

MYND/STEFÁN

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hvatti til afnáms á niðurgreiðslum sem geta haft skaðleg áhrif á umhverfið og til aukinnar þátttöku atvinnulífsins í baráttu gegn loftslagsbreytingum á fundi evrópskra umhverfisráðherra í Turku í Finnlandi.

Fundurinn var haldinn að frumkvæði Finna 14.-16. júlí í tilefni þess að Finnar hafa tekið við formennsku í Evrópusambandinu og vilja kynna hugmyndir sínar um "nýja kynslóð" stefnumiða í umhverfismálum. Fundinn sóttu umhverfisráðherrar 25 aðildarríkja ESB, en einnig var ráðherrum frá EFTA-ríkjunum - Íslandi, Noregi, Liechtenstein og Sviss - boðin þátttaka, sem og frá fjórum ríkjum sem sótt hafa um aðild að ESB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×