Innlent

Vilja að aðild Reykjavíkur að byggðasamlagi um almenningssamgöngur verði endurskoðuð

Borgarfulltrúar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs leggja til að aðild Reykjavíkur að byggðasamlagi um almenningssamgöngur verði tekin til endurskoðunar, vegna ákvörðunar stjórnar Strætó um skerta þjónustu við farþega. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir hugmyndir um að leggja byggðasamlagið niður.

Strætó bs. er byggðasamlag í eigu sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk þess er að sinna almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu og efla almenningssamgöngur.

Rekstravandi Strætó hefur þó verið mikill og er nú ljóst að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, það er eigendur Strætó, ætla ekki að leggja fram meira fé til að rétta af reksturinn.

Hallarekstur fyrirtækisins nemur nú um 360 milljónum króna og þar sem farþegum fækkar aðeins hefur stjórnin ákveðið að hefja ekki á ný akstur á 10 mínútna tíðni á stofnleiðum eins og gert hafði verið ráð fyrir auk þess sem ein leiðanna verður lögð niður.

Þessar áætlanir eru borgarfulltrúar stjórnarandstöðunnar ekki sáttir við. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar hefur lýst yfir undrun sinni á því sem hann kallar skammsýni og metnaðarleysi Sjálfstæðisflokksins í málefnum almenningssamgangna. Og borgarfulltrúar vinstri grænna hafa óskað eftir umræðu um málefni strætó á borgarráðsfundi næsta fimmtudag. Þar verðu lögð verður fram tillaga um að taka aðild Reykjavíkur að byggðarsamlaginu til endurskoðunnar, fullreynt sé að sveitarfélögin á höfðuborgarsvæðinu eigi ekki samleið í þessu máli.

Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Kópavogs gaf lítið fyrir þessa tillögu og taldi að hún væri til marks um það hve enn eymdi af sárindum vinstri manna vegna síðustu kosininga.

Gunnar Svavarsson forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar segir að vel geti farið svo að nágrannabæjir Reykjavíkur sjái sjálfir um almenningssamgöngur til og frá Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×