Innlent

Eldur í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi

MYND/PJETUR

Eldur kviknaði í geymslu í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi í morgun. Mikinn reyk lagði frá svæðinu en ekki var hætta talin stafa að íbúðabyggð í grenndinni.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang laust fyrir klukkan níu í morgun þar sem eldur kom upp í fyrrverandi áburðargeymslu verksmiðjunnar upp úr klukkan hálf níu. Geymslan er í eigu Íslenska gámafélagsins og hefur sorp frá iðnfyrirtækjum hefur verið flokkað í skemmunni. Mikinn reyk lagði frá eldinum en starfsmenn slökkviliðsins segir litlar líkur á því að eldurinn nái aftur að dreifa sér um húsið. Reykurinn er ekki talinn hættulegur en ekki er lengur framleiddur áburður í verksmiðjunni.Starfsmenn Gámafélagsins voru að störfum þegar eldurinn kom upp og reyndu þeir í fyrstu að slökkva eldinn en urðu fljótlega frá að hverfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×