Erlent

Öryggsráðið þarf að taka ákvörðun

Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims hafa beðið öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að taka ákvörðun um hvort senda eigi alþjóðlegt friðargæslulið til Líbanons (LUM) Pútín forseti Rússlands, sagði í gær að öryggisráðið væri eini aðilinn sem gæti tekið slíkar ákvarðanir.

Hann sagðist ekki sannfærður um að skærur og árásir fyrir botni Miðjarðarhafs myndu hætta jafnvel þó að ísraelskum hermönnum yrði skilað frá Líbanon og Palestínu. Pútín telur einnig að lausn í kjarnorkudeilum við Íran og Norður-Kóreu sé aðeins að finna eftir diplómatískum leiðum. Fundi iðnríkjanna lauk í gær en þetta var í fyrsta skipti sem fundurinn er haldinn í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×