Sport

Skjálfti í stuðningsmönnum

Old Trafford, heimavöllur Manchester United
Old Trafford, heimavöllur Manchester United NordicPhotos/GettyImages

Samtök stuðningsmanna Manchester United hafa miklar áhyggjur af rekstri félagsins um þessar mundir, en skuldir eigenda þess vegna yfirtökunnar á sínum tíma nema um 660 milljónum punda. Eigendur United segja áhyggjur þessar óþarfar.

Forráðamenn félagsins hyggjast endurskipuleggja fjármál og rekstur félagsins á næstu misserum og til stendur að hrista upp í þeim lánum sem Glazer-feðgar þurftu að taka til að eignast félagið á sínum tíma. Þeir hyggjast nú endurfjármagna og ætla að taka hærri lán sem dreifast á lengri tíma en gömlu lánin. Eigendurnir benda á að stærri heimavöllur, nýr samningur við styrktaraðila og nýr sjónvarpssamningur, komi til með að auka tekjur félagsins til muna og halda því fram að félagið standi betur nú en þegar Glazer-feðgar tóki við.

Stuðningsmannafélagið tekur þessum tíðindum með miklum fyrirvara og þar á bæ hafa menn miklar áhyggjur af því að Sir Alex Ferguson verði með báðar hendur bundnar fyrir aftan bak á næstu misserum þegar kemur að því að kaupa leikmenn og styrkja hóp félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×