Innlent

Tökum upp hanskann

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, Gísli Marteinn Baldursson formaður Umhverfisráðs og Óskar Bergsson kynntu í dag umhverfis- og fegrunarátak Reykjavíkurborgar sem hefst laugardaginn 22. júlí í Breiðholti.

Vilhjálmur bretti upp ermarnar og tók til hendinni við að hreinsa veggjakrot af veggjum á meðan Óskar Bergson dembdi sér í að slá gras með slátturorfi sem Gísli Marteinn rakaði svo saman.

Allir voru þeir klæddir í vestum er voru prýdd slagorðunum "Tökum upp hanskann" en átakinu er ætlað að leggja áherslu á að virkja almenning og fyrirtæki til að taka þátt og til að hvetja alla með markvissum hætti til að hreinsa og hugsa vel um umhverfi sitt.

Fegrun Breiðholts er einungis byrjunin og stendur til að allsherjar tiltekt verði gerð í öllum hverfum borgarinnar innan tíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×