Sport

Javier Clemente ráðinn landsliðsþjálfari

Javier Clemente
Javier Clemente NordicPhotos/GettyImages

Serbneska knattspyrnusambandið hefur gengið frá tveggja ára ráðningarsamningi við þjálfarann Javier Clemente, sem áður stýrði meðal annars spænska landsliðinu. Clemente er fyrsti útlendingurinn sem ráðinn er til starfa í sögu serbneska landsliðsins og mun nú stýra því fram yfir EM árið 2008.

Fyrsti leikur Clemente við stjórnvölinn verður æfingaleikur við Tékka þann 16. ágúst næstkomandi, en það verður fyrsti landsleikur Serba eftir aðskilnaðinn við Svartfellinga. Clemente stýrði síðast spænska liðinu Atletico Bilbao, en var rekinn úr því starfi fyrir um mánuði síðan. Hann náði mjög góðum árangri þegar hann stýrði spænska landsliðinu á árunum 1992-98 og á þeim tíma spilaði liðið meðal annars 31 leik í röð án taps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×