Innlent

Samgönguráðherra beitir sér ekki fyrir breytingu vaktakerfis

MYND/GVA

Samgönguráðherra hyggst ekki beita sér fyrir því að vaktakerfi flugumferðarstjóra verði breytt, enda sé dómur Félagsdóms í málinu endanlegur. Flugmálastjórn Íslands tók þá ákvörðun fyrr á árinu að breyta vaktakerfi í Flugstjórnarmiðstöð Reykjavíkur með það að markmiði að stytta vaktir og og aðlaga vinnuaflsþörf að flugumferð á Reykjavíkurflugvelli. Félag íslenskra flugumferðarstjóra var ósátt við breytinguna sem það segir að hafi verið tekin einhliða, og stefndu því ríkinu. Félagsdómur úrskurðaði svo á dögunum að Flugmálastjórn hafi verið heimilt að breyta vaktakerfinu. Flugumferðarstjórar skoruðu í framhaldinu á samgönguráðherra um að beita sér fyrir því að hið gamla vaktakerfi yrði tekið upp að nýju. Í svari samgönguráðherra við áskoruninni segist hann skora á aðila málsins að ná sáttum sín á milli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×